Tuesday, March 25, 2003

Dagur 1.... búinn að raka mig... líður vel og er sáttur og fullur sjálfstrausts :) Ég þykist fullviss um að ég sé að fara að útskrifast, jibbí..... æ, ég veit ekki hvað meira í bili.... ég er farinn að læra.

Monday, March 24, 2003

Ég kalla á frekari sameiningu Evrópu. Af hverju? Jú, við þurfum á mótleik að halda í þessum nýja heimi Bandaríkja Norður-Ameríku. Ef Evrópu tekst í meginatriðum að draga sig saman og ákveða, í gegnum sameiginlega stjórnarskrá og stefnuyfirlýsingu, þá höfum við fengið betri spil á hendi til að spila með í þessu alheims pókerspili bandaríkjanna, þar sem þeir einir fá að spila í fullum skrúða á meðan við hin sitjum nær nakin í vel loftkældu herbergi, svona rétt eins og við séum ekki búin að þjást nægjanlega til þessa. Sameinuð hefur Evrópa vel yfir 400 milljónir manna og vel yfir 600 milljónir ef við fáum Rússa með okkur í þetta bandalag. Ég geri mér grein fyrir að þáttaka Rússa er kannski ekki vel þegin af sumum en við verðum að sjá þá sem fólk með reynslu í að reyna að viðhalda þokkalegu jafnvægi á heiminum. Sameinuð Evrópa hefur auðlindir, bæði í fólki og efni, sem taka jafnvel auðlindum Bandaríkja Norður-Ameríku fram. Sameinuð Evrópa myndi hafa tækifæri til að byggja upp efnahagslegan og pólitískan þrýsting sem tæki Bandarikjum Norður-Ameríku fram. Með sameinaðri Evrópu, með sameiginlega stjórnarskrá og sameiginlegri utanríkisstefnu, er hægt að þrýsta á Bandaríki Norður-Ameríku og þannig létta á þeim óhóflega þrýstingi sem Bandaríki Norður-Ameríku hafa á heiminn. En hvað þarf til þess að þetta takist? Í fyrsta lagi breittann hugsanahátt, Frakkar eru rosalega sjálfstæðir og geta ekki sætt sig við þessa sameiginlegu stjórnarskrá. Bretar eru eitthvað svipað, kannski ekki sjálfstæðir, meira svona hið 51. fylki Bandaríkja Norður-Ameríku og til að varpa ryki í augu almennings með það, þá vitna þeir í hið mikla og langa og farsæla samstarf ríkjanna tveggja. Í raun gera þeir lítið annað en að leggjast flatir eins og hundur sem bíður eftir að húsbóndinn klappi sér á magann. Um leið vill ég vara við að sameinuð Evrópa getur orðið eftir mörgum leiðum en útkoman getur aðeins verið á tvenna vegu. Annars vegar sameinuð Evrópa með lýðræðið í farabroddi eða sameinuð Evrópa í formi Bandaríkja Norður-Ameríku. Ég vill lýðræðið í leiðarljósi, lítil ríkisafskipti eru lykillinn þar um. Ef við lýtum yfir farinn veg þá sjáum við að við stöndum á krossgötum, hvert er farið verður að vera í höndum fólksins. Þingræði gærdagsins verður að fara og við verðum að lýta í átt til stjórnarskrárbundins lýðræðis. Hvað á ég við með því? Ég á við að ríkisafskiptinn verða að enda þar sem heilbrigðis- og menntakerfið endar. Ég á við að öll mikilvæg málefni verði í höndum fólksins. Ég sé fyrir glæsilega framtíð í höndum sameinaðrar Evrópu, svo lengi sem við villumst ekki á þeim krossgötum sem við erum á, en svona til gamans þá er það til hægri sem við eigum að beygja en ekki að halda áfram á óbreyttum vegi.
Ég horfði á Silfur Egils í gær, eitthvað sem ég geri á hverjum sunnudegi, svona til að fylgjast með þjóðmálaumræðunni. Eins og við mátti búast þá var þátturinn undirlagður af stríðinu í Írak og fékk hann margt góðra gesta, þrá meðal Steingrím Hermannsson, sem ég stóð mig pínulítið að að fíla náungann í gær, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég hef reyndar verið að færast til á stjórnmálaskalanum á síðustu misserum og árum og fært mig frá gallhörðum Sjálfstæðismanni yfir í blíðlyndann jafnaðarmann sem því miður finnur sig ekki í neinum flokki, ekki einu sinni fylkingu Jóns Magnússonar (hehe). But anyways.... Steingrímur talaði um stefnu BNA-manna og hvernig hin nýja Babtista-hreyfing væri komin til valda í BNA. Eins og allir vita þá er Bush gallharður Babtisti og mjög trúaður maður og sækir kirkju reglulega, jafnvel of oft. Í sömu andrá talaði Denni um síðuna newamericancentury.org þar sem finna má ýmislegt áhugavert um einmitt þessa stefnubreytingu. Hann kom með grein frá 1998 þar sem einmitt menn eins og Rumsfeld, varnarmálaráðherra BNA, skrifa undir og styðja. Þessi grein er í raun uppskrift að núverandi stefnu BNA í utanríkimálum. Þar er talað um hvað Saddam Hussein er hræðilegur maður, ekki fyrir heiminn og sitt fólk, heldur BNA hagsmuni..... bíddu hvað er að. Hví erum við enn þá með land í heiminum sem er svona fullt af heimsvaldastefnu? eitthvað sem maður taldi að heimurinn hefði skilið eftir með stofnum BNA og falli konungsveldis í Frakklandi. Þessi grein birti skýrum stöfum hinni raunverulegu afstöðu BNA-manna til Íraks... það er ekki manngæskan sem er þar að verki heldur hagsmunir BNA... þ.e.a.s. olían. Sumir segja þá, við vissum það alveg fyrir og ég tek undir með þeim. Það er ljóst að eftir að Bush tók við völdum er hann leynt og ljóst búinn að sinna störfum þrýstihópa í BNA, m.a. með því að reyna að fá að bora eftir olíu á friðarsvæðum í Alaska. Þingið hefur nú fellt það, en því miður naumlega og ég óttast að það gæti breyst. En á meðan, þá er reynt að ná í auðveldari olíu í Írak, enda landið stórlega svelt eftir stórfellt viðskiptabann og duttlungafulla stjórnarmennsku Husseins, hann náttúrulega þarf svo mikið af höllum og byrgjum til að fela sig og sýnar eftirhermur. En í grundvallaratriðum, þá snýst utanríkisstefna BNA um þeirra hagsmuni, ekki endilega fólksins, heldur þrýstihópanna og ef þú vilt vera stór maður í stjórnkerfi BNA þá verðuru að hafa þá góða. En eftir allt saman hvað eru nokkur líf hermanna og óbreyttra borgara fyrir eitt kjörtímabil í viðbót og góð eftirlaun?
Well.... ég er hérna til að segja frá deginum í dag. Ég vaknaði, fór í skólann og nú er ég kominn heim. Það gerðist svo sem ekkert merkilegt í dag, mér leið reyndar hálf asnalega því ég á enn eftir að raka mig en að öðru leiti var ég alveg að fíla þennan dag. Framundann bíður mín svo verkefni eftir verkefni sem ég þarf að inna af hendi áður en páskafrí byrjar. Ég hef í raun aldrei verið stressaðri en einmitt nú, kannski vegna þess að stúdentinn blasir við. Maður er kannski pínulítið efins og kannski einnig hræddur við þennan áfanga, en um sama leiti einnig rosalega fullur tilhlökkunar. Well.... ég veit ekki meir í bili til að setja í þennan pistil....